PASSIONSSALMER - dönsk útgáfa Passíusálmanna

Lýsing

PASSIONSSALMER - dönsk útgáfa Passíusálmanna

Fæst ekki 4.990 kr.

| /
Veldu valkost
Dönsk útgáfa Passíusálmanna koma nú út í danskri þýðingu séra Björns Sigurbjörnssonar. Þýðingin kom fyrst út á vegum Hallgrímskirkju 1995 og hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið. Þýðingarverk Björns einkennist bæði af listfengi og skýrleika og því fylgir...Lesa meira

Dönsk útgáfa Passíusálmanna koma nú út í danskri þýðingu séra Björns Sigurbjörnssonar. Þýðingin kom fyrst út á vegum Hallgrímskirkju 1995 og hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið. Þýðingarverk Björns einkennist bæði af listfengi og skýrleika og því fylgir ítarlegur formáli af hans hendi sem ber vott um næman skilning á efninu og ævintýralegu lífi skáldsins og eiginkonu hans, Guðríðar Símonardóttur.

Passíusálmarnir á dönsku eru gefnir út, í samvinnu Hallgrímskirkju og Skálholtsútgáfunnar, í veglegri kilju sem skreytt er með myndstefjum úr steindum glugga Leifs Breiðfjörð yfir aðaldyrum, auk forma og mynda úr kirkjunni sem Sigurður Árni Þórðarson, fyrrv. sóknarprestur tók. Einkennislitur þessarar útgáfu er blár og tekinn úr litapallettu áðurnefnds glugga. Hönnuður bókarinnar er Halla Sólveig Þorgeirsdóttir.

Áður hefur komið út Hymns of the Passion, ensk útgáfa Passíusálma í þýðingu Graciu Grindal.