Bókin um fyrirgefninguna

Details

Bókin um fyrirgefninguna

Unavailable 3.490 kr

| /
Title
Select options
Hvað er að fyrirgefa? Er allt hægt að fyrirgefa? Öllum? Alltaf? Og hvernig? "Vegna þess að við erum menn þá fara margvísleg samskipti illa, ýmist særum við annað fólk eða erum særð nema hvort tveggja sé. Það er...Read more
Hvað er að fyrirgefa?
Er allt hægt að fyrirgefa?
Öllum?
Alltaf?
Og hvernig?

"Vegna þess að við erum menn þá fara margvísleg samskipti illa, ýmist særum við annað fólk eða erum særð nema hvort tveggja sé.
Það er í eðli okkar og er óhjákvæmilegt.
Fyrirgefningin færir þessi samskipti í lag á ný. Þannig lagfærum við rifurnar í mannlífsvefnum.
Þannig komum við í veg fyrir að samskipti og samfélag leysist upp." (úr bókinni).

Annie Lennox, söngvari, lagahöfundur og aðgerðasinni segir: "Byltingarkenn aðferð (þeirra tutufeðgina) til að gangast við og ráða bót á langvinnum sársauka og sálarangist ..."

Bókin um fyrirgefninguna eftir Desmond Tutu og Mpho Tutu er komin út í íslenskri þýðingu Karls Sigurbjörnssonar biskups.
Bókin hefur farið sigurför um heiminn og verið þýdd á fjölmörg tungumál.

Library Journal valdi bókina eina af bestu bókum ársins 2015.