KROSSAR - EL SALVADOR

Lýsing

KROSSAR - EL SALVADOR

Fæst ekki 3.780 kr.

| /
Title
Veldu valkost
Handmálaðir litríkir krossar frá EL Salvador. Myndir á krossunum eru mjög mismunandi og engin eins. Hringið í Kirkjuhúsið og fáið nánari upplýsingar um hvernig myndir eru til. Krossarnir eiga litríka sögu. Í borgarastyrjöld í El Salvador á síðustu...Lesa meira
Handmálaðir litríkir krossar frá EL Salvador.
Myndir á krossunum eru mjög mismunandi og engin eins. Hringið í Kirkjuhúsið og fáið nánari upplýsingar um hvernig myndir eru til.

Krossarnir eiga litríka sögu.
Í borgarastyrjöld í El Salvador á síðustu öld hnepptu stjórnvöld 80 saklausar konur í fangelsi til að brjótra mannréttindabaráttu á bak aftur. Konur í samkirkjulegum félagsskap sýndu samstöðu og fóru sjö þeirra í hverri viku í fangelsið, til að taka út refsinguna óverðskulduðu, með hinum konunum. Fjölmiðlar komust í málið og fangelsuðu konurnar voru leystar úr haldi. Í þakkarskyni sendu þær kristnu vinkonum sínum svona krossa. Þeim líkaði vel og báðu um fleiri – og þá til kaups.
Þegar stríðinu lauk ráfuðu fyrrum skæruliðar rænandi  um götur, þekktu enga leið til að sjá fyrir sér eftir áralangan skæruhernað. Kirkjukonurnar notuðu krossahygmyndina, tóku við mönnunum í endurhæfingu og sköpuðu þeim tækifæri til menntunar. Nú stunda þeir nám á morgnan of mála á krossa eftir hádegi sér til framfæris. Krossarnir, tákn vonar og trúar, bera með sér veruleika sem er okkur víðs fjarri. En manneskjurnar eru alls staðar þær sömu.
Með því að kaupa kross styður þú fólk til betra lífs.