CD - ENGLAR Í ULLARSOKKUM

Lýsing

CD - ENGLAR Í ULLARSOKKUM

Fæst ekki 1.990 kr.

| /
Veldu valkost
Hafdís Huld Þrastardóttir tónlistarmaður og hópur barna flytja tíu frumsamin lög á þessum geisladiski sem hún og Alisdair Wright hafa samið fyrir börn á öllum aldri. Í textunum fjallar Hafdís Huld um lífið og tilveruna, Guð, róló, engla...Lesa meira

Hafdís Huld Þrastardóttir tónlistarmaður og hópur barna flytja tíu frumsamin lög á þessum geisladiski sem hún og Alisdair Wright hafa samið fyrir börn á öllum aldri.

Í textunum fjallar Hafdís Huld um lífið og tilveruna, Guð, róló, engla og ullarsokka, um öryggi barnæskunnar; pabba og mömmu, bænir, mjólkurglas og brauð með osti.

Grunnstefið er þakklæti, vinátta og jákvæð hugsun.

Textar Hafdísar eru hugmyndaríkir, vinalegir, einlægir, í þeim segir hún sögur, m.a. um Nóa og Móse.

Diskurinn er þannig upp byggður að á fyrrihluta hans má heyra lögin sungin af Hafdísi og barnahóp, en á seinni hluta hans er eingöngu undirspilið þannig að litlir söngvarar geta spreytt sig á að syngja laglínuna t.d. í karíókí.

Þess má geta að lög Hafdísar Huldar hafa verið kennd í sunnudagaskólum í kirkjum landsins nú í haust, en Hafdís Huld hefur verið sunnudagaskólakennari hjá íslenska söfnuðinum í London um nokkurt skeið, auk þess að vera skapandi tónlistarmaður í námi og við störf þar í borg.