FRIÐUR Í HJARTA

Lýsing

FRIÐUR Í HJARTA

Fæst ekki 2.790 kr.

| /
Veldu valkost
Líf sérhvers manns er dýrmætt í augum Guðs. Móðir Teresa helgaði líf sitt því að hjálpa þeim snauðustu allra í fátækrahverfum Kalkútta. Í þessari bók má finna safn ummæla hennar, hugleiðinga og bæna. Þar má skynja þá umhyggju,...Lesa meira

Líf sérhvers manns er dýrmætt í augum Guðs. Móðir Teresa helgaði líf sitt því að hjálpa þeim snauðustu allra í fátækrahverfum Kalkútta.

Í þessari bók má finna safn ummæla hennar, hugleiðinga og bæna. Þar má skynja þá umhyggju, visku og djúpa frið sem mótaði líf og ævistarf Móður Teresu.

Hvert og eitt okkar hefur sömu möguleika að eignast hlutdeild í friðnum. Mörgum sem vanir eru asa,þar sem allt þarf að ganga hratt fyrir si,g finnst þetta erfitt, en þessi bók getur orðið til hjálpar.

Á dögum rangrar forgangsröðunar á svo mörgum sviðum þörfnumst við þess að vera minnt á hve mikilvæg trúin á Guð er. Og hvílík gleði sprettur af þeirri trú.
Það er einfaldur boðskapur, en mörg okkar fara samt á mis við hann. Allt of oft er trúnni íþyngt af byrðum nútímans. Samt er það trúin sem veitir hverju og einu okkar þann styrk sem við þörfnumst til að yfirvinna veikleikana vegna þess að kærleikur Guðs er þolinmóður. Fyrir trúna fáum við að reyna og sjá að við erum ekki ein andspænis erfiðleikunum.