DAGINN Í DAG 2

Lýsing

DAGINN Í DAG 2

Fæst ekki 1.500 kr.

| /
Title
Veldu valkost
Daginn í dag 2 miðlar gildum kristinnar trúar á ferskan máta í þremur 33 mínútna þáttum. Hafdís og Klemmi eru sem fyrr dugleg að breyta hversdagslegum atburðum í ævintýri. Þau taka m.a. þátt í spennandi kassabílakappakstri, halda hæfileikasýningu...Lesa meira


Daginn í dag 2 miðlar gildum kristinnar trúar á ferskan máta í þremur 33 mínútna þáttum.

Hafdís og Klemmi eru sem fyrr dugleg að breyta hversdagslegum atburðum í ævintýri. Þau taka m.a. þátt í spennandi kassabílakappakstri, halda hæfileikasýningu og horfa á sjónvarpsþáttinn Nebbnilega áður en þau leggja af stað í sunnudagaskólann.

Þá sjáum við brúðurnar Benna og Nebba eiga í höggi við dularfullan nebbaþjóf!

Á disknum syngur  barnahópur tólf sunnudagaskólalög og táknar með tali (TMT).

Í lok hvers þáttar kemur Tinna táknmálsálfur, sem mörg börn þekkja úr Stundinni okkar, í heimsókn og túlkar einn barnasálm á táknmáli.

Þrjár dæmisögur Jesú eru færðar til nútímans í þáttunum.