FERMINGARHEFTIÐ

Details

FERMINGARHEFTIÐ

Unavailable 1.500 kr.

| /
Select options
Höfundar eru finnskir prestar sem hafa unnið mikið að fræðslu og fræðsluefnisútgáfu á vegum finnsku kirkjunnar. Hér er að finna heilmikið að stuttum og hnitmiðuðum verkefnum. Hægt er að vinna verkefnin beint í bókina. Helsti kostur þessa efnis er...Read more

Höfundar eru finnskir prestar sem hafa unnið mikið að fræðslu og fræðsluefnisútgáfu á vegum finnsku kirkjunnar.
Hér er að finna heilmikið að stuttum og hnitmiðuðum verkefnum.

Hægt er að vinna verkefnin beint í bókina. Helsti kostur þessa efnis er einfaldleikinn. Efninu í heftinu er skipt upp í þrjú megin þemu sem eru;
Kærleikurinn, Ég trúi og Guðsþjónustan.
Áhersla er lögð á að fermingarbörnin "pæli” sjálf, ræði um efnið og fari í rannsóknarleiðangra.
Þetta efni nýtist vel í hópavinnu og einstaklingsvinnu í kennslustund en einnig til heimavinnu.

Börnin þurfa að hafa Biblíu við hönd en hún er til á flestum heimilum. Þetta efni er vel uppbyggt og gefur marga áhugaverða og skemmtilega möguleika í fræðslunni.
Hægt að að vinna verkefnabókina samhliða bókinni um Jesú eða byrja að nota hana eftir 14 samverustundir með Bókinni um Jesú.