HVAÐ ER KRISTIN TRÚ?
Unavailable 2.980 kr.
Bókin Hvað er kristin trú? gefur mörg áhugaverð svör og kunna sum hver að ýta hressilega við lesandanum. Höfundur kynnir í stuttu máli sögu kristinnar trúar, siðfræði hennar og mannskilning, og ræðir umdeild mál sem snúast um kynferði, kynlíf og stjórnmál. Þetta er ekki hefðbundin útlegging á texta Biblíunnar, kirkjusögu eða trúfræði, heldur miklu fremur bók sem skorar á kristna trú sem og önnur trúarbrögð að horfast í augu við sögu sína og samtíð. Og sú áskorun kemur úr herbúðum þeirra sjálfra og frá öðrum. Hvernig á kristin trú að bregðast við öðrum trúarbrögðum og annarri menningu?Halvor Moxnes (f. 1944) er prófessor við guðfræðideild háskólans í Ósló. Hreinn S. Hákonarson þýddi.