
Ævi Jesú og orð samkvæmt guðspjöllunum fjórum -væntanleg
Ævi Jesú og orð samkvæmt guðspjöllunum fjórum -væntanleg
Unavailable 4.500 kr.
Hefur þig langað til þess að geta lesið alla söguna um Jesú Krist á einum stað í réttri tímaröð? Hefur þú hugleitt að guðspjöllin segja ekki nákvæmlega eins frá öllum hlutum og alls ekki alltaf í sömu röð?
Í þessari bók fetar Karl Sigurbjörnsson biskup í slóð margra guðfræðinga og hugsuða fyrri alda og spreytir sig á því að raða textum guðspjallanna saman í eina heilstæða frásögn. Hann gerir það eftir sínum skilningi á þessum fornu textum og af sínu fágæta guðfræðilega innsæi, útkoman mun koma þér á óvart. Það sem þú taldir þig nauðaþekkja mun vekja hjá þér undrun og eftirvæntingu, já og merkilegt nokk – þetta er spennandi lesning, þótt þú þekkir endalokin og alla helstu hápunkta sögunnar.
Efnið er aðgengilegt og alltaf er vísað til þess hvar hverja og eina frásögn er að finna hjá guðspjallamönnunum, því getur þessi skemmtilega útfærsla sem hér er sett fram einnig komið að notum sem uppflettirit svo ekki sé talað um sem leiðarvísir til þess að átta sig á þeim frásagnaraðferðum sem þeir beita, Mattheus, Markús, Lúkas og Jóhannes.
KARL SIGURBJÖRNSSON BISKUP TÓK SAMAN