Bænabækur fyrir fullorðna

BÆNABANDIÐ - BÓK

Details

Unavailable 3.860 kr.

| /
Select options
Þjálfun í lífsþrótti, lífslöngun, sjálfsstjórn og í því að lifa í návist Guðs er undirtitill bókarinnar Bænabandið eftir Martin Lönnebo sem nýlega kom út. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, þýðir bókina og skrifar inngang að henni. Þar segir meðal...Read more

Þjálfun í lífsþrótti, lífslöngun, sjálfsstjórn og í því að lifa í návist Guðs er undirtitill bókarinnar Bænabandið eftir Martin Lönnebo sem nýlega kom út. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, þýðir bókina og skrifar inngang að henni. Þar segir meðal annars: Að biðja er að finna þá þögn þar sem Guð býr. Þar geturðu verið með Guði, verið snortinn af Guði og sameinast Guði.

Úr inngangi Karls Sigurbjörnssonar

Orð og mál eru dýrmætustu gáfur mannsins. En bestu orðin verða til í þögninni og fullkomnast í þögninni.

Að biðja er að finna þá þögn þar sem Guð býr. Þar geturðu verið með Guði, verið snortinn af Guði og sameinast Guði.

Af eigin reynslu er mér ljóst að það er undursamleg lausn að læra bæn þagnarinnar og snertingarinnar. Hún er ekki ágeng, hún gefur hvíld og frið, hún styrkir og blessar. Hún gefur orðunum dýpt, þeim fáu orðum sem við þurfum til að nálgast Guð, sem veit allt um mig og mína, og sorgir og gleði alls sem andar og lifir.