Bækur um lífið, tilveruna og trúna

Hver vegur að heiman er vegur heim - Vigfús Bjarni Albertsson

Details
Bækur um lífið, tilveruna og trúna

Hver vegur að heiman er vegur heim - Vigfús Bjarni Albertsson

Unavailable 5.990 kr.

| /
Select options
Vigfús Bjarni Albertsson deilir í þessari bók bæði þekkingu og reynslu af glímu fólks við þjáninguna, sorgir og tilgang lífsins. Hann býður lesandanum með sér í ferðalag þar sem hann kynnir af einlægni eigin áskoranir og sjálfsskoðun í...Read more

Vigfús Bjarni Albertsson deilir í þessari bók bæði þekkingu og reynslu af glímu fólks við þjáninguna, sorgir og tilgang lífsins. Hann býður lesandanum með sér í ferðalag þar sem hann kynnir af einlægni eigin áskoranir og sjálfsskoðun í öldugangi lífsins. Höfundur segir af nærgætni sögur af aðstæðum fólks og atburðum sem mörgum virðast kunnuglegar. Frásagnirnar byggjast bæði á fræðilegri menntun höfundar og tuttugu ára reynslu af sálgæslu, en hann hefur þjónað sem sjúkrahúsprestur, forstöðumaður við Sálgæslu- og fjölskylduþjónustu kirkjunnar, unnið í mannauðsmálum kirkjunnar og sem kennari í sálgæslufræðum.

Í bókinni fylgjast lesandinn og höfundur að og staldra reglulega við. Hugleiddar eru spurningar eins og hver er ég, hver ert þú og hver er guð, æðri máttur. Í frásögnum er vitnað til sálgæslufræða og sagt frá reynslu. Bókin getur því höfða til allra sem hafa áhuga á mannlegri tilveru, hvort sem um er að ræða fagfólk eða manneskjur sem gleðjast og þjást. Lífið er ferðalag fólks sem felur í sér áþekka reynslu, sama hvaða lífsskoðun fólk aðhyllist.