 
          
        
      
    
    
      Bækur um lífið, tilveruna og trúna
    
    
  
    Details
  
Allt uns festing brestur - Davíð Þór Jónsson
        
        
          
            Bækur um lífið, tilveruna og trúna
          
        
        
      Allt uns festing brestur - Davíð Þór Jónsson
Unavailable 2.190 kr.
 |  / 
      
    
Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur við Laugarneskirkju í Reykjavík, hefur ort 21 trúarljóð undir dróttkvæðum hætti og birtast hér í þessari bók. Ljóðin eru ort vð 13 liði hinnar klassísku messu og í raun mætti því messa með þeim...Read more
      
    
    
      Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur við Laugarneskirkju í Reykjavík, hefur ort 21 trúarljóð undir dróttkvæðum hætti og birtast hér í þessari bók.
	
	
    
    
  Ljóðin eru ort vð 13 liði hinnar klassísku messu og í raun mætti því messa með þeim í stað hinna hefðbundnu litúrgísku texta. 
En fyrst og fremst eru ljóðin samin til trúarsvölunar heima í stofu, enda fæddust ljóðin í fæðingarorlofi.
Dróttkvæði hátturinn er einn sá dýrasti í íslenskri bragfræðihefð. Hann hefur þjóðlegt yfirbragð sem kveikir hughrif aldagamallar hefðar og hentar 
því andlegum, trúarlegum textum afar vel. Sterk hrynjandi, þétt stuðlasetning og öflugt innrím ljær orðunum ákveðinn hugleiðslublæ.
Textann má því auðveldlega kyrja, enda gerir hann það nánast sjálfur í huga lesandans ef hann gefur sig honum á vald.
"Lýtalaus kveðskapur, góð guðfræði ..." segir Kristján Valur Ingólfsson, f.v. vígslubiskup.