Í helgum steini - prédikunarsafn sr. Karls Sigurbjörnssonar
Í helgum steini - prédikunarsafn sr. Karls Sigurbjörnssonar
Unavailable 5.990 kr.
Í HELGUM STEINI - PRÉDIKUNARSAFN SR. KARLS SIGURBJÖRNSSONAR, BISKUPS
Það er list að tala inn í hraðfleygan nútímann og fá fólk til að nema staðar um stund og hlusta. Séra Karli Sigurbjörnssyni, biskupi, tekst það með eftirminnilegum hætti í þessari bók sem geymir úrval af ræðum hans.
Boðskapur hans er skýr og einlægur, afdráttarlaus og kröftugur. Málfarið vandað og snjallt. Hann tekur lesandann óttalaust með sér inn í hringiðu samtímans. Saman skoða þeir sígilda texta kristinnar trúar með ferskum augum og velta fyrir sér boðskap þeirra. Einnig er staldrað við á mikilvægum tímamótum í sögu lands og þjóðar, kirkju og safnaða, og atburða minnst sem þungir voru á metunum.
Lífið er vettvangur manneskjunnar þar sem trú og samfélag skarast. Skýrt kemur fram að trúin á brýnt erindi við nútímafólk og dregur höfundur fram ótal dæmi um það í ræðum sínum bæði úr samtíma sínum, sögu lands og þjóðar, bókmenntum, heimspeki, hversdagslegri speki og barnavisku.
Allt er ofið saman með listilegum og áhugaverðum hætti sem lesandinn hrífst af og hugsar með sér: Lífið er góð gjöf og þessi bók hjálpar mér til að skilja það og þakka fyrir. Þetta er bók sem ég vil lesa og hafa á borði mínu.