 
          
        
      LEIÐIN HEIM - VEGUR KRISTINNAR ÍHUGUNAR
Unavailable 3.200 kr.
 |  / 
      
    
LEIÐIN HEIM LIGGUR INN Á VIÐ Ástundur kyrrðarbænar (Centering prayer) sem byggist á ævafornri hefð, markar upphaf á andlegu ferðalagi sem getur gjörbylt lífi fólks í áreiti nútímans. Leiðin heim er vegahandbók í þessari ferð þar sem höfundur...Read more
      
    
    
      LEIÐIN HEIM LIGGUR INN Á VIÐ
	
	
	
	   
    
    
    
  Ástundur kyrrðarbænar (Centering prayer) sem byggist á ævafornri hefð, markar upphaf á andlegu ferðalagi sem getur gjörbylt lífi fólks í áreiti nútímans.
Leiðin heim er vegahandbók í þessari ferð þar sem höfundur slæst í för með lesandanum, bendir á nokkur þekkt kennileiti og svarar mikilvægum spurningum um bænahefðina:
Hvaða áhrif getur hún haft á líf mitt?
Hvaða andlegu framförum kemur hún til leiðar?
Hverjar eru helstu hindranir á veginum?
Hvernig virkar aðferðin í raun og veru?
Leiðin heim sýnir í hnotskurn hvernig kyrrðarbænin getur orðið að hagnýtu verkfæri til að læra að játast sjálfum sér og dýpka sambandið við Guð.
Þeir sem gefast ekki upp á þeirri vegferð uppskera innri frið og jafnvægi sem á sér engan líka.
Thomas Keating, prestur og munkur var stofnandi alþjóðlegrar bænahreyfingar sem kennd er við íhugun og kyrrð. (Centering Prayer).
Sjá einnig: Vakandi hugur vökult hjarta.