Sálmabækur

SYNGUR AF HJARTA ENGLAHJÖRÐ

Lýsing
Sálmabækur

SYNGUR AF HJARTA ENGLAHJÖRÐ

Fæst ekki 2.000 kr.

| /
Veldu valkost
Listasmiðjan Litróf var stofnuð árið 2007 í Fella- og Hólakirkju og starfaði þar til ársins 2014. Rúmlega 70 stúlkur voru skráðar í starfið þegar mest var. Nafnið "Litróf" vísaði til fjölbreytileika mannlífsins og var starfið þróunarverkefni. Þátttakendur voru...Lesa meira

Listasmiðjan Litróf var stofnuð árið 2007 í Fella- og Hólakirkju og starfaði þar til ársins 2014. Rúmlega 70 stúlkur voru skráðar í starfið þegar mest var. Nafnið "Litróf" vísaði til fjölbreytileika mannlífsins og var starfið þróunarverkefni.

Þátttakendur voru bæði íslensk börn og börn af erlendu bergi brotin á aldrinum 9 til 16 ára. Helstu áhersluatriði Listasmiðjunnar Litrófs voru tónlist, dans, listrænar hreyfingar sem og önnur listsköpun. Þátttaka var börnunum að kostnaðarlausu.

Markmið þessa starfs var að skapa jákvæðan vettvang til að koma saman til þroskandi verkefna og njóta samveru, brjóta niður múra fordóma og einbeita sér að listsköpun í góðu umhverfi undir stjórn fagfólks kirkjunnar. Í þessu var fólgið mikið forvarnarstarf. 

Mikill metnaður var lagður í starf Listasmiðjunnar og m.a. var gefinn út geisladiskur með Litrófinu árið 2011. Á honum voru frumsamin jólalög og textar ætlaðir börnum. Allt við gerð geisladisksins var unnið af mikilli fagmennsku og var hann að mestu tekinn upp í Fella- og Hólakirkju. Undirleikur og upptaka var í höndum valinkunnra íslenskra tónlistarmanna.

Listasmiðjan Litróf hlaut margar viðurkenningar meðal annars samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum ,,Til atlögu gegn fordómum‘‘ fyrir að vinna að vináttu barna af erlendum uppruna og íslenskra barna með því að leiða þau saman í leik og listum. Ragnhildur Ásgeirsdóttir bar ábyrgð á starfinu og Guðný Einarsdóttir annaðist undirleik.

Nýtt efni fyrir barnakóra er mjög kærkomið og hér eru kristileg jólalög sem henta vel fyrir flesta, ef ekki alla barnakóra. Lögin henta einnig í öðru barnastarfi og söngstundum með ungum börnum. Undirleikur er aðgengilegur á vefveitum þannig að efnið nýtist fjölbreyttum hópum um land allt, fyrirhafnarlítið.