Sálmabækur

PASSÍUSÁLMARNIR

Lýsing
Sálmabækur

PASSÍUSÁLMARNIR

Fæst ekki 3.490 kr.

| /
Veldu valkost
PASSÍSÁLMARNIR, Höfundur Hallgrímur Pétursson Stærð 25,5x20 Passíusálmarnir eru eitt af lykilbókmenntaverkum íslenskrar menningarsögu. Þeir eru fluttir ár hvert bæði í útvarpi og kirkjum, og sungnir við ýmis tækifæri. Sálmarnir voru fyrst gefnir út á Hólum árið 1666 og...Lesa meira

PASSÍSÁLMARNIR, Höfundur Hallgrímur Pétursson

Stærð 25,5x20

Passíusálmarnir eru eitt af lykilbókmenntaverkum íslenskrar menningarsögu. Þeir eru fluttir ár hvert bæði í útvarpi og kirkjum, og sungnir við ýmis tækifæri. Sálmarnir voru fyrst gefnir út á Hólum árið 1666 og eru eitt örfárra bókmenntaverka íslenskra höfunda sem samfellt hafa verið til á bókamarkaði frá fyrstu útgáfu. Passíusálmaútgáfa Marðar Árnasonar í hönnun Birnu Geirfinnsdóttur brýtur blað í langri útgáfusögu sálmanna, þar sem ekki er einungis um að ræða hefðbundna útgáfu á sálmunum, því auk sálmanna eru birtar ítarlegar skýringar fræðimannsins. Sérhvert erindi er með orð- og efnisskýringum en auk þeirra er mælskufræðileg bygging sálmanna skýrð með því að tilgreina hvar í byggingu hvers sálms erindin standa, hvort þau eru texta- eða útleggingarvers, bænir eða ávörp. Framan við hvern sálm er birtur samtímatexti prestahandbókarinnar sem Hallgrímur og aðrir starfsbræður hans í prestastétt á 17. öld studdust við, en þar er að finna þá samantekt úr guðspjöllum Nýja testamentisins sem Hallgrímur fylgir við efnisskipan Passíusálmanna. Aftan við hvern sálm er inntak hans dregið saman í efnisskýringu og gerð grein fyrir bragarhætti. Milli sálmanna er svo skotið inn frekari útlistunum á Passíusálmum, viðtökum þeirra og álitamálum við skýringu þeirra og skilning á guðfræði þeirra. Í stað heildstæðs formála eða eftirmála er reynt með þeim hætti að tengja umfjöllunarefni hvers sálms nánar við breiðari útlistun á verkinu í heild sinni, samfélaginu sem það spratt úr og rúmlega þriggja alda túlkunarsögu þess.