Nýjar bækur

TRÚIN flytur fjöll!

Lýsing
Nýjar bækur

TRÚIN flytur fjöll!

Fæst ekki 2.680 kr.

| /
Veldu valkost
Þriðja bókin í þríleiknum VONIN akkeri fyrir sálina, KÆRLEIKURINN fellur aldrei úr gildi og TRÚIN flytur fjöll! - Allar innihalda þær safn af gömlum og nýjum tilvitnunum um trú, von og kærleika. (sjá hér undir "NÝJAR BÆKUR". Um...Lesa meira

Þriðja bókin í þríleiknum VONIN akkeri fyrir sálina, KÆRLEIKURINN fellur aldrei úr gildi og TRÚIN flytur fjöll! - Allar innihalda þær safn af gömlum og nýjum tilvitnunum um trú, von og kærleika. (sjá hér undir "NÝJAR BÆKUR".

Um þessa bók, TRÚIN flytur fjöll segir. Safn tilvitnanna úr okkar kristnu hefð, ritum Biblíunnar og sálmum sálmabókarinnar.  Í bókinni eru einnig tilvitnanir úr ritum annarra trúarbragða sem og bókmenntun og dægurlögum, innlendum og erlendum.  

Með hinu trúarlega tungutaki reynir maðurinn að fanga veruleika sem aldrei verður að fullu settur í orð. Viðfangsefni trúarinnar eiga sér margar myndir og eru gjarnan utan mannlegrar seilingar. Ágústínus frá Hippó sagði: Skilningur er laun trúarinnar. Reyndu því ekki að skilja til þess að geta trúað, heldur trúðu til þess að geta skilið.

Og Rabindranath Tagore sagði: Trú er fuglinn sem skynjar ljósið þótt dögunin sé enn dimm.

Megi þessi samantekt verða til að glæða allt hið góða í þínu lífi, glæða uppbyggilega og gefandi trú, til farsældar þér og þeim sem þú mætir á lífsveginum.