Nýjar bækur

Sár græða sár - Vigfús Bjarni Albertsson

Lýsing
Nýjar bækur

Sár græða sár - Vigfús Bjarni Albertsson

Fæst ekki 5.990 kr.

| /
Veldu valkost
Í þessari bók sem er sjálfstætt framhald af bókinni Hver vegur að heiman er vegur heim býður höfundurinn Vigfús Bjarni lesandanum með sér í lærdómsferð. Bókin talar til samfélagsins með marglaga hætti, hún ávarpar einstaklinga, fjölskyldur, fagstéttir og síðast en ekki síst...Lesa meira

Í þessari bók sem er sjálfstætt framhald af bókinni Hver vegur að heiman er vegur heim býður höfundurinn Vigfús Bjarni lesandanum með sér í lærdómsferð. Bókin talar til samfélagsins með marglaga hætti, hún ávarpar einstaklinga, fjölskyldur, fagstéttir og síðast en ekki síst þá sem syrgja. Hún varpar fram erfiðum spurningum en um leið kennir hún faglega nálgun í krefjandi aðstæðum og er von höfundar sú að þær nálganir geti reynst vel í torfærum lífsins. Hér er komið inn á sorg barna, áföll sem verða af mannavöldum, harm fjölskyldna, sorg kynslóða og samfélags. En einnig er sérstaklega lögð áhersla á von, sátt og fyrirgefningu; það að gera heilt.

Höfundur hefur unnið við sálgæslu árum saman bæði inni á sjúkrahúsum og í kirkjunni. Hann situr því við lind sorgar og gleði, lind reynslunnar og úr henni eys hann af varfærni og ábyrgð svo að samferðafólkið í lærdómsferðinni geti áttað sig sem best á meðölum sálgæslunnar, möguleikum hennar, en líka styrkleikum sínum og veikleikum – en síðast en ekki síst áttað sig á eigin stöðu í heimi áfalla og úrvinnslu.