CD - OG ÞAÐ VARST ÞÚ
CD - OG ÞAÐ VARST ÞÚ
Fæst ekki 1.500 kr.
Týndar 25 ára gamlar hljóðritanir komnar í leitirnar.
Páll Óskar Hjálmtýsson (13 ára) og Sverrir Guðjónsson ásamt börnum syngja söngva um allt það sem mamma, pabbi, afi og amma kenndu okkur frá upphafi vega; um virðingu, traust, heiðarleika, að vera trúr og sannur, umhyggja fyrir hinu stóra sem smáa í okkar umhverfi, fyrirgefningin, um bænina; "… sitji Guðs englar saman í hring …”
Þessi geisladiskur inniheldur þrettán lög, mörg þeirra þekkja börn, foreldrar, ömmur og afar úr sunnudagaskólanum. Þar má nefna; Í bljúgri bæn og Einn tveir þrír fjórir fimm; Ég verð aldrei einmana og Ég get sungið af gleði. Er vasapening ég fæ og Ó Guð, ég veit hvað ég vil.