FYRIRGEFNING OG SÁTT
FYRIRGEFNING OG SÁTT
Fæst ekki 2.790 kr.
Reiði og ásökun í annars garð er þung byrði að bera, ekki síst nú þegar sársauki og biturð grafa víða um sig í samfélaginu í kjölfar efnahagshrunsins.
Í þessa bók skrifa 86 Íslendingar um fyrirgefningu og sátt út frá ýmsum sjónarhornum. Mörgum spurningum er varpað fram:
* Er alltaf hægt að fyrirgefa?
* Hvað er iðrun?
* Er reiði eðlileg tilfinning?
* Er hægt að lifa ósáttur?
Þessar og fleiri spurningar glíma höfundar við í óvenjulegum aðstæðum íslensks samfélags nútímans; hvernig þeir taka á fyrirgefningu og sátt í samskiptum við fjölskyldu og maka, vini og vinnufélaga en einnig andspænis veikindum og missi, vonbrigðum og misnotkun.
Höfundar koma víða að úr samfélaginu og túlka mismunandi lífsreynslu.