FJÁRSJÓÐIR

Úr kærleiksfjárssjóð. Spjald nr 83.
Við eigum heldur að ástunda sannleikann í kærleika og vaxa í öllu upp til hans sem er höfuðið, Kristur. Hann tengir líkamann saman og heldur honum saman með því að láta sérhverja taug inna sína þjónustu af hendi, allt eftir þeim krafti sem hann úthlutar hverri þeirra. Þannig lætur hann líkamann vaxa og byggjast upp í kærleika. (Efesusbréfið 4.15-16)
Bæn: Hlýtt bað, handskrifað bréf, heimagerð kaka, uppáhalds lag, öxl að halla sér að, sófi að leggjast í, áhyggjum skipt, brosi deilt, rauð rós ... Kærleikur.

Úr Fjárssjóði, spjald nr 79.
Kærleikur og tryggð munu aldrei yfirgefa þig. Festu þau um háls þér og ritaðu þau á spjald hjarta þíns, þá muntu hljóta hylli og góð hyggindi, jafnt í augum Guðs sem manna. (Orðskviðirnir 3.3-4)Bæn: Guð. Ég bið þig að blessa börnin okkar, ættingja og vini, vinnufélaga og allt samferðafólk. Við þökkum þér að þú tengir okkur saman í kærleika þínum og tryggð.


Úr Kvöldbænafjárssjóði. Spjald nr 69.
Ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér.. (Opinberunarbók Jóhannesar 3.20)
Bæn: Guð, fyrirgefðu mér hvað ég hef verið upptekin(n) af mér í dag. Viltu hjálpa mér á nýjum degi að mæta öðrum í vinsemd og af umhyggju.